Goslokahátíðin formlega sett

Goslokahátíðin er nú formlega hafin, en hátíðin var sett kl 16:00 í dag fyrir utan Ráðhúsið. Það var Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri sem setti hátíðina, en Birgir Nielsen var kynnir. Dagskráin í dag innihélt síðdegistónleika, listasýningar ásamt fleiru áhugaverðu. Óskar Pétur ljósmyndari Eyjafrétta var á vappi í dag og fangaði stemninguna. Eyjafréttir munu áfram fylgjast með […]

Dómar kveðnir upp í makrílmálum

VSV Makríll (3)

Í dag kvað Hæstiréttur upp dóma í málum Vinnslustöðvarinnar og Hugins (dótturfélags  Vinnslustöðvarinnar) vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum 2011 og 2018. Bóta­skylda rík­is­ins í mál­inu hafði verið staðfest í héraðsdómi og í Lands­rétti en Lands­rétt­ur lækkaði bæt­ur til Vinnslu­stöðvar­inn­ar. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að máli Vinnslustöðvarinnar var vísað frá og bætur […]

Nýr Eyjaslagari frá Hr. Eydís og Ernu Hrönn

Hljómsveitin Hr. Eydís og söngkonan Erna Hrönn hafa sent frá sér nýtt lag, ,,Heima Heimaey”, sem komið er út á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Hljómsveitin tók gamla partýslagarann ,,Heya Heya” með The Blaze frá 1982 og færði hann yfir í íslenskt partýform, í senn óður til Vestmannaeyja og gleðinnar á Þjóðhátíð. Örlygur Smári einn meðlima Hr. Eydís hafði þetta að segja um […]

Framkvæmdir vegna rafstrengja hafnar á Eldfellshrauni

Eldfell Framkv 20250701 143235

Nú er verið að leggja tvo 66 kV sæstrengi til Vestmannaeyja sem mun stórauka orkuöryggi og rafmagnsafhendingu til Vestmannaeyja. Framkvæmdir eru hafnar á Eldfellshrauni, en leggja þarf strengina í spennustöð við FES en nokkuð flókið var að finna lagnaleið fyrir strengina. Landtaka við Vestmannaeyjar er afar erfið vegna nokkurskonar klettabeltis sem liggur við ströndina. Ekki […]

Segja lundastofninn í hættu

Rannsóknir og vöktun á lundastofninum sýna að lunda hefur fækkað mikið við Íslandsstrendur síðustu 30 ár. Af þeim ástæðum biðla Náttúruverndarstofnun og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá áðurnefndri stofnun og ráðuneyti. Veiðar valda fækkun á lunda Jafnframt […]

Eftirvagn valt

Ohapp 20250630 100316

Í morgun varð óhapp á Dalavegi þegar aftanívagn fór á hliðina. Loka þurfti veginum á meðan unnið var að því að koma farminum og fletinu af götunni. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Jónssyni yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum hafði þarna orðið óhapp við flutning farms með þeim afleiðingum að eftirvagninn valt. Hann segir að engin meiðsli […]

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Fiskeldi hefur átt mikinn þátt í þeirri endurreisn sem íbúar Vestfjarða eru að upplifa. Fiskveiðar hafa verið helsta atvinnugrein á svæðinu en þegar aflaheimildir fluttust í stórum stíl til annarra landshluta fækkaði störfum með tilheyrandi áhrifum á byggðaþróun. Frá upphafi 9. áratugarins fækkaði íbúum Vestfjarða mikið eða þangað til að viðsnúningur varð árið 2017. Óumdeilt […]

Margrét Lára áritaði nýju bók sína

Margrét Lára Viðarsdóttir mætti í Pennann Eymundsson í Eyjum í dag og áritaði nýju bók sýna sem hún var að gefa út sem kallast ,,Ástríða fyrir leikum.” Margrét Lára er ein af fremstu íþróttakonum landsins og er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi en hún lék sinn […]

Klara Einars á Þjóðhátíð

Klara Ads

Klara Einars sendi frá sér nýtt lag í síðustu viku “Ef þú þorir” og í morgun var það tilkynnt á hún verður á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Vestmanneyjum. Á síðustu rúmlega tveimur árum hefur hún sent frá sér átta lög bæði ein og í samvinnu við aðra og í sumar verður hún á fleygiferð […]

Andlát: Óskar J. Sigurðssson

Óskar J. Sigurðsson, fyrrverandi vitavörður á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, lést þann 25. júní á heimili sínu á Selfossi, 87 ára að aldri. Óskar fæddist á Stórhöfða þann 19. nóvember árið 1937. Foreldrar hans voru þau Sigurður Valdimar Jónathansson, sem starfaði bæði sem vitavörður og veðurathugunarmaður, og Björg Sveinsdóttir. Óskar hafði djúpan áhuga á náttúrunni og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.

OSZAR »